Ártíð er ekki gegnsætt orð og jafnvel merkilega dularfullt miðað við lengd. Það þýðir aðeins eitt: dánarafmæli. Það er: þegar ákveðinn árafjöldi er liðinn frá því að e-r lést
Ártíð er ekki gegnsætt orð og jafnvel merkilega dularfullt miðað við lengd. Það þýðir aðeins eitt: dánarafmæli. Það er: þegar ákveðinn árafjöldi er liðinn frá því að e-r lést. Kannski er algengast að sjá haldið upp á 100 ára dánarafmæli, ýmist merkismanna eða ættingja nema hvort tveggja sé. Eitthvað þarf maður því að bíða.