Norður
♠ K
♥ ÁG64
♦ ÁKG7
♣ K652
Vestur
♠ D109876
♥ 8
♦ 92
♣ DG97
Austur
♠ ÁG43
♥ 1053
♦ 5
♣ Á10843
Suður
♠ 52
♥ KD972
♦ D108643
♣ –
Suður spilar 6♦ doblaða.
Tvímenningskeppnin á opna Evrópumótinu í Poznań í Póllandi stendur nú sem hæst. Mótið skiptist í undankeppni, A- og B-undanúrslit og A- og B-úrslit. Guðjón Sigurjónsson og Rúnar Einarsson voru efstir af 248 pörum eftir fyrri dag undankeppninnar á mánudag með 62,6% skor.
Í spili dagsins fengu Guðjón og Rúnar 99,18% skor gegn pólsku pari. Austur hóf leik með 2♣, sem lofaði laufi, Guðjón í suður sagði 2♦ og vestur 2♠. Rúnar lýsti stuðningi við tígulinn með 3♣ og austur stökk í 4♠. Guðjón sagði nú 5♦, vestur 5♠ og Rúnar, með bestu spilin við borðið, sagði 6♦. Nú hafði austur fengið nóg og doblaði með ásana tvo. En þegar vestur spilaði út ♥8 fékk Guðjón alla slagina.
Gunnlaugur Karlsson og Sigurjón Björnsson komust einnig í slemmu, 6♥. Enginn doblaði og austur fékk á ♠Á en þeir fengu samt 93% skor að launum.