Jón Atli Jónasson
Jón Atli Jónasson
Uppfærsla Ragnheiðar Ásgeirsdóttur á einleiknum Djúpinu (Abysse) eftir Jón Atla Jónasson verður sýnd á Leiklistarhátíðinni í Avignon núna í júlímánuði. Hátíðin hefst á morgun, föstudaginn 5. júlí, og stendur yfir í heilar þrjár vikur, að því er segir í tilkynningu

Uppfærsla Ragnheiðar Ásgeirsdóttur á einleiknum Djúpinu (Abysse) eftir Jón Atla Jónasson verður sýnd á Leiklistarhátíðinni í Avignon núna í júlímánuði. Hátíðin hefst á morgun, föstudaginn 5. júlí, og stendur yfir í heilar þrjár vikur, að því er segir í tilkynningu. Sýnt verður alla daga vikunnar kl. 16.10 nema miðvikudaga í Théâtre des Béliers í Avignon, sem er þekkt leikhús á hátíðinni. Einleikurinn var frumsýndur í listamiðstöðinni Anis Gras hinn 2. desember 2021 í París. „Djúpið byggist á hinu raunverulega atviki sem gerðist að nóttu til í köldum marsmánuði árið 1984, þegar fiskibátur sökk langt undan ströndum Vestmannaeyja og allir í áhöfninni nema einn fórust. Þessi harmleikur og stórkostleg barátta Guðlaugs Friðþórssonar við að komast lífs af er greypt í minningu allra Íslendinga.“