Gæsluvarðhald yfir frönsku konunni sem er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana á Edition-hótelinu var í gær framlengt um fjórar vikur, eða til 31. júlí, á grundvelli rannsóknarhagsmuna
Gæsluvarðhald yfir frönsku konunni sem er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana á Edition-hótelinu var í gær framlengt um fjórar vikur, eða til 31. júlí, á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Konan er á sextugsaldri og var úrskurðuð í gæsluvarðhald þann 14. júní og hefur það verið framlengt tvisvar. Upphaflega átti konan að sitja í gæsluvarðhaldi til 20. júní. Það var svo framlengt um tvær vikur, eða til dagsins í dag.