Gæslu­v­arðhald yfir frönsku kon­unni sem er grunuð um að hafa orðið eig­in­manni sínum og dótt­ur að bana á Edition-hótelinu var í gær fram­lengt um fjór­ar vik­ur, eða til 31. júlí, á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna

Gæslu­v­arðhald yfir frönsku kon­unni sem er grunuð um að hafa orðið eig­in­manni sínum og dótt­ur að bana á Edition-hótelinu var í gær fram­lengt um fjór­ar vik­ur, eða til 31. júlí, á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna.

Konan er á sex­tugs­aldri og var úr­sk­urðuð í gæslu­v­arðhald þann 14. júní og hef­ur það verið framlengt tvisvar. Upp­haf­lega átti kon­an að sitja í gæslu­v­arðhaldi til 20. júní. Það var svo fram­lengt um tvær vik­ur, eða til dagsins í dag.