„Val á lyfjameðferð fyrir sjúklinga er ekki sjálfvirkt, það fer fram ákveðið mat í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans í samtali við Morgunblaðið, spurður hvernig að því yrði staðið að handvelja hvaða sjúklingar fengju bestu mögulega lyfjameðferð, ef svo færi að fjárveiting til lyfjakaupa myndi ekki duga.
Í Morgunblaðinu í vikunni kom fram hjá framkvæmdastjóra Frumtaka að fjármuni skorti til að unnt yrði að tryggja aðgengi að nýjum lyfjum, en skv. minnisblaði frá spítalanum vantar þar tæpan 2,1 milljarð upp á m.v. fjárveitingu þessa árs.
Runólfur segir að þar hafi viðkomandi trúlega átt við að hugsanlega þyrfti að synja fólki um meðferð sem það ætti alla jafna að eiga kost á, þar sem ekki væru til fjármunir fyrir henni.
„Sú staða gæti hugsanlega skapast og það er grafalvarlegt mál ef það gerist en við erum ekki farin að sjá það enn. Vonandi rætist úr þessu,“ segir Runólfur. » 4