Maður getur lagst í kör, flensu, dvala, sólbað, naflaskoðun og eymd og volæði – svo að rjóminn sé fleyttur ofan af. Til forna var þó lagst og enn má leggjast í víking
Maður getur lagst í kör, flensu, dvala, sólbað, naflaskoðun og eymd og volæði – svo að rjóminn sé fleyttur ofan af. Til forna var þó lagst og enn má leggjast í víking. Því þarf það að „leggjast í miklar breytingar á húsnæði fyrirtækisins“ ekki að lýsa litlum hug þótt viðmælanda þáttarins fyndist stórmannlegra að ráðast í þær.