Sýning á verki Inuks Silis Høeghs, „The Green Land“, verður opnuð í dag kl. 17 í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Þetta er í fyrsta sinn sem verkið er sýnt á Íslandi en um er að ræða 34 mínútna langa vídeóinnsetningu með hljóðmynd, segir í tilkynningu
Sýning á verki Inuks Silis Høeghs, „The Green Land“, verður opnuð í dag kl. 17 í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Þetta er í fyrsta sinn sem verkið er sýnt á Íslandi en um er að ræða 34 mínútna langa vídeóinnsetningu með hljóðmynd, segir í tilkynningu. Høegh er grænlenskur kvikmyndaleikstjóri og konseptlistamaður en verkið er sjónræn hugleiðing um landslag sem er í senn ósnortið og óstöðugt sökum inngripa mannsins og loftslagsbreytinga. Í framhaldi af opnuninni verður listamannaspjall en sýningin stendur til 21. september.