Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur gefið út lagið Television Love og rýfur þar með fimm ára þögn sveitarinnar. Lagið var samið og tekið upp í hljóðveri sveitarinnar á Íslandi og fjallar um langvarandi samtal milli tveggja manneskja
Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur gefið út lagið Television Love og rýfur þar með fimm ára þögn sveitarinnar. Lagið var samið og tekið upp í hljóðveri sveitarinnar á Íslandi og fjallar um langvarandi samtal milli tveggja manneskja.
„Við höfum í rólegheitum verið að vinna að nýrri tónlist og það er góð tilfinning að deila henni loksins með heiminum,“ segir hljómsveitin.
Myndband lagsins, sem Erlendur Sveinsson leikstýrði, var tekið upp á 35 mm filmu eina bjarta sumarnótt á Íslandi.
Nánar um málið á K100.is