Norður ♠ 76 ♥ 52 ♦ ÁD104 ♣ DG1032 Vestur ♠ D1084 ♥ G10863 ♦ G ♣ 984 Austur ♠ G972 ♥ D974 ♦ 6 ♣ K765 Suður ♠ ÁK3 ♥ ÁK ♦ K987532 ♣ Á Suður spilar 7♦

Norður

♠ 76

♥ 52

♦ ÁD104

♣ DG1032

Vestur

♠ D1084

♥ G10863

♦ G

♣ 984

Austur

♠ G972

♥ D974

♦ 6

♣ K765

Suður

♠ ÁK3

♥ ÁK

♦ K987532

♣ Á

Suður spilar 7♦.

Í hugum margra bridsspilara er bikarkeppni Bridgesambands Íslands ekki síður vorboði en krían og lóan. Þar eru sveitir dregnar saman, önnur fær heimaleik og þarf að sjá um skipulag leiksins.

Í fyrstu umferð tók sveit Frímanns Stefánssonar á Akureyri á móti sveit Allsherjar. Frímann og félagar unnu leikinn en sveit Allsherjar græddi þó á spili dagsins. Við annað borðið opnaði Reynir Helgason á 1♦ í suður í 3. hendi og fékk 2♦ svar frá Frímanni. Hann spurði um ása með 4♦, fékk upp einn og spurði um trompdrottningu með 4G. Frímann stökk í 6♦ sem lofaði drottninguni en neitaði kóng til hliðar. Reynir passaði enda gat verið tapslagur á spaða.

Við hitt borðið opnaði Birgir Ólafsson í norður á 2G sem sýndi báða lágliti. Böðvar Magnússon þurfti ekki meiri pipar undir stertinn, sagði fljótlega 7♦ og lagði upp 13 slagi.