30 ára Thelma fæddist í Vestmannaeyjum og var þar til sex ára aldurs, en þá flutti hún til Reykjavíkur. Hún gekk í Ölduselsskóla í Breiðholtinu. Hún var í dansi og fimleikum sem stelpa. Þegar hún var 17 ára flutti hún aftur til Vestmannaeyja

30 ára Thelma fæddist í Vestmannaeyjum og var þar til sex ára aldurs, en þá flutti hún til Reykjavíkur. Hún gekk í Ölduselsskóla í Breiðholtinu. Hún var í dansi og fimleikum sem stelpa. Þegar hún var 17 ára flutti hún aftur til Vestmannaeyja.

Í dag er hún leikskólakennari á leikskólanum Sóla í Vestmannaeyjum og er líka með diplómu í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf. Hún var með foreldranámskeið í vetur og stefnir á annað í haust.

„Ég elska að prjóna og horfi mikið á þætti og bíómyndir og er almennt mikil kósíkona, en finnst líka gaman að fara út að hlaupa.“ Hún er líka mikil barnakerling. „Það er mjög gaman í vinnunni og að vera með börnunum mínum eða frænkum og frændum að leika eitthvað og brasa.“

Fjölskylda Sambýlismaður Thelmu er Gunnar Rafn Ágústsson múrari, en hann vinnur sem smiður og er að læra húsasmíði. Þau eiga börnin Söru Björt, f. 2017, og Dag Snæ, f. 2021, og búa í Eyjum.