Bassi Kristinn Sigmundsson syngur ásamt syni sínum á tónleikum.
Bassi Kristinn Sigmundsson syngur ásamt syni sínum á tónleikum.
Hin árlega tónlistarhátíð, Englar og menn, í Strandarkirkju í Selvogi hefst á morgun með tónleikum kl. 14. Þar munu koma fram feðgarnir Kristinn Sigmundsson bassi og Jóhann Kristinsson baritón og flytja íslensk og erlend sönglög

Hin árlega tónlistarhátíð, Englar og menn, í Strandarkirkju í Selvogi hefst á morgun með tónleikum kl. 14. Þar munu koma fram feðgarnir Kristinn Sigmundsson bassi og Jóhann Kristinsson baritón og flytja íslensk og erlend sönglög. Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur með þeim á píanó og orgel.

Þetta er fjórtánda starfsár hátíðarinnar sem stendur yfir í júlímánuði og eru tónleikar alla sunnudaga kl. 14. „Á tónleikum hátíðarinnar hljómar allt frá íslenskum sönglögum, þjóðlögum og dægurflugum til evrópskrar ljóðatónlistar, klassískrar tónlistar og tónlistar íslenskra söngvaskálda í flutningi þjóðþekktra söngvara og hljóðfæraleikara. Þema hátíðarinnar er englar og menn, land, náttúra, trú og saga,“ segir í tilkynningu. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er sem fyrr Björg Þórhallsdóttir og aðgangseyrir er 4.500 kr. og hægt er að kaupa miða á tix.is.