Sjónvarp HBO Max-streymisveitan er væntanleg til landsins á næstunni.
Sjónvarp HBO Max-streymisveitan er væntanleg til landsins á næstunni. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Síminn verður á næstu dögum samstarfsaðili Warner Bros. Discovery á Íslandi en samningur á milli fyrirtækjanna var undirritaður í gær. Viðskiptavinir Símans fá aðgang að völdu efni HBO í Sjónvarpi Símans Premium auk fulls aðgangs að smáforritinu HBO Max

Síminn verður á næstu dögum samstarfsaðili Warner Bros. Discovery á Íslandi en samningur á milli fyrirtækjanna var undirritaður í gær.

Viðskiptavinir Símans fá aðgang að völdu efni HBO í Sjónvarpi Símans Premium auk fulls aðgangs að smáforritinu HBO Max. Þeir sem ekki eru viðskiptavinir Símans geta greitt mánaðarlega fyrir einungis áskrift að HBO. Um er að ræða einn stærsta efniskaupasamning Símans til þessa.

María Björk Einarsdóttir forstjóri Símans segir í tilkynningu að samningurinn sé sögulegur og það sé einstaklega ánægjulegt að Warner Bros. Discovery kjósi að vinna með Símanum hér á landi.

HBO Max er alþjóðleg streymisveita Warner Bros. Discovery og býður notendum upp á fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Samstarfið verður kynnt fyrir viðskiptavinum Símans á næstunni.