Hannes Pálsson, einn eigenda Pink Iceland, greindi frá því í Skemmtilegri leiðinni heim með Ásgeiri Páli, Regínu Ósk og Jóni Axel að hann hefði að gamni sínu skipulagt brúðkaup á Íslandi til jafns við það sem Jeff Bezos hélt nýverið í Feneyjum, með…
Hannes Pálsson, einn eigenda Pink Iceland, greindi frá því í Skemmtilegri leiðinni heim með Ásgeiri Páli, Regínu Ósk og Jóni Axel að hann hefði að gamni sínu skipulagt brúðkaup á Íslandi til jafns við það sem Jeff Bezos hélt nýverið í Feneyjum, með pomp og prakt, en brúðkaupið hans kostaði um sex milljarða króna.
Hannes komst þó aðeins upp í um 2,7 milljarða. Í tilraun sinni lagði hann meðal annars til þriggja daga veislu í Hörpu fyrir 75 milljónir, lúxuspikknikk á jökli fyrir 20 milljónir og margt, margt fleira.
Meira um málið á K100.is