Í umfjöllun um listaverkið „Stúlka á hestbaki“ eftir Louisu Matthíasdóttur sem birt var í blaðinu 1. maí var farið rangt með ártal. Verk Louisu voru sýnd fyrst hér á landi árið 1974 en ekki árið 1993 eins og sagði í greininni
Í umfjöllun um listaverkið „Stúlka á hestbaki“ eftir Louisu Matthíasdóttur sem birt var í blaðinu 1. maí var farið rangt með ártal. Verk Louisu voru sýnd fyrst hér á landi árið 1974 en ekki árið 1993 eins og sagði í greininni. Er umfjöllunin hluti af greinaröðinni Listaverk þjóðarinnar sem birt er vikulega í samstarfi við Listasafn Íslands.