— Morgunblaðið/Eyþór
Krana af stærstu gerð þurfti til að koma fyrir 30 metra langri bráðabirgðabrú sem tengir Efri-Laugardælaeyju á Ölfusá ofan við Selfoss við fastalandið. Mannvirki þetta þarf vegna smíði hinnar varanlegu brúar yfir ána, sem áætlað er að taka í notkun eftir um þrjú ár

Krana af stærstu gerð þurfti til að koma fyrir 30 metra langri bráðabirgðabrú sem tengir Efri-Laugardælaeyju á Ölfusá ofan við Selfoss við fastalandið. Mannvirki þetta þarf vegna smíði hinnar varanlegu brúar yfir ána, sem áætlað er að taka í notkun eftir um þrjú ár. Úti í eyjunni verður nú reistur 60 metra hár turn; stag sem 330 metra langt brúargólfið verður hengt á.

ÞG Verk hefur brúarsmíðina með höndum, verk sem Guðmundur Valur Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni, forhannaði með fleirum. Við Ölfusá eru nú um 30 manns að störfum við byggingu brúarinnar og vegagerð sem henni fylgir. Allt í framgangi verksins stendur á pari við áætlanir. sbs@mbl.is