Símatími Það getur tekið á að vera á fótboltamóti og mikilvægt að hvíla sig og kíkja aðeins í símann á milli leikja.
Símatími Það getur tekið á að vera á fótboltamóti og mikilvægt að hvíla sig og kíkja aðeins í símann á milli leikja. — Morgunblaðið/Þorgeir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Mikil ferðahelgi er að baki en nóg var um að vera um land allt, tónleikar, fótboltamót og ýmislegt fleira. Á Akranesi kom mikill fjöldi saman á Írskum dögum en meðal dagskrárliða voru brekkusöngur, keppni um rauðhærðasta Íslendinginn og tónleikar…

Elínborg Una Einarsdóttir

Birta Hannesdóttir

Mikil ferðahelgi er að baki en nóg var um að vera um land allt, tónleikar, fótboltamót og ýmislegt fleira.

Á Akranesi kom mikill fjöldi saman á Írskum dögum en meðal dagskrárliða voru brekkusöngur, keppni um rauðhærðasta Íslendinginn og tónleikar hljómsveitarinnar Quarashi sem kom saman á ný eftir langt hlé.

Tvö fótboltamót voru á Akureyri, N1-mót KA og Pollamót Þórs, og því mikill fólksfjöldi í bænum.

Í Vestmannaeyjum var haldin goslokahátíð og goslokahlaup var meðal dagskrárliða þar sem Væb-bræður héldu upp fjörinu.

Hátíðin Allt í blóma var í Hveragerði en þar var mikil stemning þrátt fyrir að aflýsa þyrfti tónleikum Stjórnarinnar á föstudagskvöldinu vegna veikinda söngkonunnar, Siggu Beinteins.

Á Vestfjörðum voru tvær vel sóttar bæjarhátíðir, Bíldudals grænar baunir og Markaðshelgin í Bolungarvík.

Höfuðborgarbúar létu ekki sitt eftir liggja. Gestir og gangandi gæddu sér á dýrindis veitingum í miklu blíðviðri á hinu árlega Langborði á Laugavegi á laugardaginn.

Höf.: Elínborg Una Einarsdóttir