Alþingi Viðræður þingflokksformanna um þinglok eru sögð ekki að þokast í rétta átt og engin áform séu um áframhaldandi fundahöld.
Alþingi Viðræður þingflokksformanna um þinglok eru sögð ekki að þokast í rétta átt og engin áform séu um áframhaldandi fundahöld. — Morgunblaðið/Karítas
Formenn þingflokka áttu í viðræðum um þinglok á laugardaginn en þeim viðræðum var ekki haldið áfram á sunnudaginn og ekki virðist sem samkomulag milli ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðu sé í augsýn sem stendur

Formenn þingflokka áttu í viðræðum um þinglok á laugardaginn en þeim viðræðum var ekki haldið áfram á sunnudaginn og ekki virðist sem samkomulag milli ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðu sé í augsýn sem stendur.

Viðræður um þinglok hafa staðið yfir á milli þingflokksformanna síðastliðnar vikur og hefur hart verið tekist á. Deilurnar snúast að miklu leyti um umdeilt veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra sem stjórnarandstaðan vill ekki hleypa í gegn að óbreyttu.

Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar segir í samtali við Morgunblaðið að viðræður þingmanna hafi verið að þokast í rétta átt fyrir helgi en nú hafi hins vegar orðið breyting þar á.

„Þetta er búið að fara í svo marga hringi. Mér fannst viðræðurnar vera að þokast í rétta átt fyrir helgina en þetta er svolítið strand þessa stundina,“ segir Sigmar aðspurður um stöðu mála.

Ekki eru uppi áform sem stendur um áframhaldandi fundahöld segir Sigmar aðspurður um framhaldið.