Tæplega áttatíu eru látnir í kjölfar skyndiflóða sem skullu á í Texas-ríki nú um helgina.
Flóðin hófust í kjölfar mikillar rigningar sem olli því að Guadalupe-fljótið flæddi yfir bakka sína seint á föstudagskvöld. Vegna rigningarinnar hækkaði yfirborð fljótsins um átta metra á aðeins 45 mínútum.
Stór hluti þeirra látnu eru ungar stúlkur sem dvöldu í kristilegu sumarbúðunum Camp Mystic sem staðsettar eru við árbakkann í Kerr-sýslu.
750 stúlkur voru skráðar í búðirnar, 27 þeirra var saknað í kjölfar flóðanna og hafa einhverjar stúlknanna þegar fundist látnar en 11 þeirra er enn leitað. Auk þess er einn starfsmaður sumarbúðanna enn ekki kominn í leitirnar en mikill fjöldi tekur þátt í björgunaraðgerðunum.