Búddistar á Íslandi söfnuðust saman við búddísku stúpuna á Hádegishólum í Kópavogi í gær. Tilefnið var 90 ára afmæli Dalais Lama.
Var afmælinu fagnað af búddistum um allan heim en tíbeski trúarleiðtoginn var sjálfur staddur í indverska fjallabænum Dharamshala þar sem hann hefur haft aðsetur síðan hann var gerður útlægur frá Tíbet af kínverskum stjórnvöldum.
Þúsundir búddista og annarra aðdáenda hans hafa streymt til Dharamshala síðustu daga en í athöfn á laugardaginn fullvissaði Dalai Lama fylgendur sína um að hann væri við mjög góða líkamlega heilsu og sagðist myndu lifa í 40 ár til viðbótar, þar til hann yrði 130 ára. » 14