— Morgunblaðið/Óskar Friðriksson
Nóg var um að vera í Vestmannaeyjum um helgina, þar sem hin árlega Goslokahátíð fór fram, en auk þess hóf lagnaskipið Aura frá Turku í Finnlandi að leggja nýja rafmagnsleiðslu frá Bakkafjöru til Vestmannaeyja síðastliðið fimmtudagskvöld

Nóg var um að vera í Vestmannaeyjum um helgina, þar sem hin árlega Goslokahátíð fór fram, en auk þess hóf lagnaskipið Aura frá Turku í Finnlandi að leggja nýja rafmagnsleiðslu frá Bakkafjöru til Vestmannaeyja síðastliðið fimmtudagskvöld. Um er að ræða Vestmannaeyjastreng 4 en í kjölfarið verður strengur 5 lagður. Lögnin gekk nokkuð rólega fyrir sig en endinn var tekinn í land rétt fyrir klukkan tíu á laugardagskvöld.

Aura mun fara aftur í vikunni og leggja næsta streng sömu leið til Vestmannaeyja en skipið lá í gær í Vestmannaeyjahöfn. Tilgangur verkefnisins er meðal annars að styrkja afhendingaröryggi og raforkuflutning til Vestmannaeyja um ókomin ár.