Hjólreiðamenn í Frakklandshjólreiðunum sjást hér hjóla undir fánalitum Frakklands sem keppnin er kennd við.
Keppendur á myndinni hjóla í gegnum bæinn Aire-sur-la-Lys í Norður-Frakklandi. Keppnin fer nú fram í 112. skipti. Árið 1903 voru fyrstu Frakklandshjólreiðarnar haldnar en með hléum því í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni var ákveðið að hjóla ekki.
Vegalengdin sem hjólreiðamennirnir hjóla í keppninni telur um 3.340 kílómetra. Hún samanstendur af 21 dagleið, en í gær hófst dagleiðin í borginni Valenciennes og lauk í borginni Dunkerque. Eftir 178 kílómetra hjóladag réðust úrslitin ekki fyrr en með hörkuendaspretti þar sem Belginn Tim Merlier hafði betur gegn keppinautum sínum.
23 lið keppast um að vinna hjólreiðakeppnina. Hvert lið inniheldur átta hjólreiðamenn en keppendur eru alls 184.