Hollensk-íslenska tríóið Tríó Ljósa kemur fram á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20.30. Tónleikarnir hafa yfirskriftina „Í morgun sá ég stúlku“ en þar flytur tríóið rómantísk ljóð og þjóðlög, m.a

Hollensk-íslenska tríóið Tríó Ljósa kemur fram á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20.30. Tónleikarnir hafa yfirskriftina „Í morgun sá ég stúlku“ en þar flytur tríóið rómantísk ljóð og þjóðlög, m.a. nýja útsetningu Helga R. Ingvarssonar á íslenskum þjóðlögum, ljóðaflokk Hildigunnar Rúnarsdóttur við ljóð Þórs Sandholt og írsk og skosk þjóðlög. Tríó Ljósu skipa Hollendingarnir Diet Tilanus fiðluleikari og Heleen Vegter píanóleikari ásamt söngkonunni Guju Sandholt.