Neyð fólks er átakanleg.
Neyð fólks er átakanleg.
Hjálparstarfsmenn á vegum matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna köstuðu matvælum og vatni úr lofti til fólks í Suður-Súdan. Langvarandi vopnuð átök valda nú því að tugir þúsunda standa frammi fyrir alvarlegum skorti á matvöru með tilheyrandi sulti

Hjálparstarfsmenn á vegum matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna köstuðu matvælum og vatni úr lofti til fólks í Suður-Súdan. Langvarandi vopnuð átök valda nú því að tugir þúsunda standa frammi fyrir alvarlegum skorti á matvöru með tilheyrandi sulti.

Fréttaveita AFP greinir frá því að Sameinuðu þjóðirnar hafi aðstoðað um 40 þúsund manns í Suður-Súdan. Ekki hafi verið hægt að koma matvælum til þeirra landleiðina og því hafi þurft að varpa birgðum úr lofti.

Árin 2013-2018 er talið að um 400 þúsund manns hafi fallið vegna átaka í landinu. Þau hafa síðan þá harðnað enn frekar með tilheyrandi manntjóni. Er nú svo komið að nærri 60% þjóðarinnar skortir mat, vatn, húsaskjól og aðrar nauðsynjar.