161 er enn saknað í Kerr-sýslu í Texas eftir skyndiflóð sem varð þar sl. föstudag. Yfir hundrað hafa verið úrskurðaðir látnir í ríkinu eftir flóðið. Greg Abbott ríkisstjóri Texas ávarpaði fjölmiðla í gær og sagði líklegt að tala látinna myndi hækka á næstu dögum
161 er enn saknað í Kerr-sýslu í Texas eftir skyndiflóð sem varð þar sl. föstudag. Yfir hundrað hafa verið úrskurðaðir látnir í ríkinu eftir flóðið. Greg Abbott ríkisstjóri Texas ávarpaði fjölmiðla í gær og sagði líklegt að tala látinna myndi hækka á næstu dögum. Abbott flaug í þyrlu yfir flóðsvæðið í gær og heimsótti Mystic-sumarbúðirnar, en hátt í 30 börn í búðunum létust. sonja@mbl.is