Alþjóðaglæpadómstóllinn gaf í gær út handtökuheimild á tvo af helstu leiðtogum talibana í Afganistan. Sögðu dómarar við dómstólinn að ástæða væri til að ætla að Hibatullah Akhundzada, æðsti leiðtogi talibana, og Abdul Hakim Haqqani forseti…

Alþjóðaglæpadómstóllinn gaf í gær út handtökuheimild á tvo af helstu leiðtogum talibana í Afganistan. Sögðu dómarar við dómstólinn að ástæða væri til að ætla að Hibatullah Akhundzada, æðsti leiðtogi talibana, og Abdul Hakim Haqqani forseti hæstaréttar hefðu gerst sekir um ofsóknir gegn konum byggt á kynferði þeirra.

Sagði í yfirlýsingu dómstólsins að talibanar hefðu takmarkað réttindi almennings í Afganistan, en þó sérstaklega réttindi stúlkna og kvenna. Talibanar sögðu í gær að ákærur dómstólsins væru byggðar á „þvættingi“.