Norman Tebbit
Norman Tebbit
Norman Tebbit, lávarður og fyrrverandi ráðherra breska Íhaldsflokksins, lést í fyrradag, 94 ára að aldri, en greint var frá andláti hans í gær. Tebbit var á sínum tíma einn helsti stuðningsmaður og ráðgjafi Margrétar Thatcher forsætisráðherra, og…

Norman Tebbit, lávarður og fyrrverandi ráðherra breska Íhaldsflokksins, lést í fyrradag, 94 ára að aldri, en greint var frá andláti hans í gær. Tebbit var á sínum tíma einn helsti stuðningsmaður og ráðgjafi Margrétar Thatcher forsætisráðherra, og var hann atvinnumálaráðherra og síðar viðskipta- og iðnaðarráðherra í ríkisstjórn hennar.

Tebbit og Margaret eiginkona hans særðust þegar írski lýðveldisherinn reyndi að ráða Thatcher af dögum á landsfundi Íhaldsflokksins árið 1984, og lamaðist Margaret fyrir neðan háls. Ákvað Tebbit að víkja úr ráðherraembætti árið 1987 svo hann gæti sinnt konu sinni betur. Hætti hann hins vegar ekki afskiptum af stjórnmálum fyrr en árið 2022.