Iða Hart er deilt um veiðirétt við Iðu þar sem Stóra-Laxá mætir Hvítá.
Iða Hart er deilt um veiðirétt við Iðu þar sem Stóra-Laxá mætir Hvítá. — Morgunblaðið/oej
Deilan á milli veiðideildar Stóru-Laxár í Hreppum og leigutaka veiðiréttar í ánni annars vegar og jarðeigenda á Iðu hins vegar virðist vera í hörðum hnút. Veiðifélag Árnesinga, sem veiðideild Stóru-Laxár er aðili að, hefur lýst því áliti sínu að…

Deilan á milli veiðideildar Stóru-Laxár í Hreppum og leigutaka veiðiréttar í ánni annars vegar og jarðeigenda á Iðu hins vegar virðist vera í hörðum hnút.

Veiðifélag Árnesinga, sem veiðideild Stóru-Laxár er aðili að, hefur lýst því áliti sínu að veiðisvæðið á Iðu heyri undir eigendur Iðujarða og leigutaka Stóru-Laxár og viðskiptavinum hans sé óheimilt að veiða á svæðinu. Aðrir en eigendur Iðu hafi ekki heimild til þess að veiða á því svæði fyrir landi Iðu sem um er deilt, án heimildar Veiðifélags Árnesinga, en veiði á svæðinu sé brot á lögum um lax- og silungsveiði og á rétti eigenda Iðu til að veiða og njóta veiða í friði fyrir sínu landi. Stjórn veiðideildar Stóru-Laxár hefur aftur á móti samþykkt að fella hluta Iðuveiða undir Stóru-Laxá. oej@mbl.is » 6