Dettifoss
Dettifoss
Bil­un kom upp í aðal­vél Detti­foss, eins af flutn­inga­skip­um Eim­skips, í gær. Skipið varð vél­ar­vana um 390 míl­ur suðvest­ur af Reykja­nestá, á leið frá Reykja­vík til Nuuk á Græn­landi. Varðskipið Freyja hélt af stað til að draga Detti­foss til hafn­ar í Reykja­vík

Bil­un kom upp í aðal­vél Detti­foss, eins af flutn­inga­skip­um Eim­skips, í gær. Skipið varð vél­ar­vana um 390 míl­ur suðvest­ur af Reykja­nestá, á leið frá Reykja­vík til Nuuk á Græn­landi.

Varðskipið Freyja hélt af stað til að draga Detti­foss til hafn­ar í Reykja­vík. Áætlað er að Freyja komi að Detti­fossi í kvöld.

Veður var ágætt á svæðinu og áhöfn og skip eru ekki í hættu.

Dettifoss var á leið til Grænlands með vörur og voru viðskiptavinir Eimskips upplýstir um stöðu mála.

Vonir standa til að viðgerð taki ekki langan tíma eftir að skipið kemur til Reykjavíkur og að það geti farið inn á hefðbundna áætlun frá Reykjavík í næstu viku.