Músík Todmobile verður á Selfossi þar sem Eyþór Arnalds fer fimlega með sellóstrengina.
Músík Todmobile verður á Selfossi þar sem Eyþór Arnalds fer fimlega með sellóstrengina. — Morgunblaðið/Eggert
Talið verður í og taktur sleginn af þunga á tónlistarhátíðinni Kótelettunni sem verður á Selfossi um helgina. Hátíðin hefst á upphitunartónleikum sem verða í kvöld, fimmtudagskvöld, á tónleikasvæði nærri skemmtistaðnum Hvíta húsinu sem er vestan Ölfusár þegar ekið er inn í Selfossbæ

Talið verður í og taktur sleginn af þunga á tónlistarhátíðinni Kótelettunni sem verður á Selfossi um helgina. Hátíðin hefst á upphitunartónleikum sem verða í kvöld, fimmtudagskvöld, á tónleikasvæði nærri skemmtistaðnum Hvíta húsinu sem er vestan Ölfusár þegar ekið er inn í Selfossbæ. Þar mætir hljómsveitin Todmobile með Eyþór Arnalds og fleiri innanborðs. Einnig mæta VÆB, Birnir, Út í hött og hljómsveitin Krummafótur.

Alls koma um 40 númer, hljómsveitir og listamenn, fram á hátíðinni. Frítt verður inn í kvöld, en aðgangseyrir gildir föstudag og laugardag. „Það er skemmtilegt og sannur heiður að fá þessa frábæru tónlistamenn til okkar þegar við fögnum 15 ára afmæli hátíðarinnar,“ segir Einar Björnsson framkvæmdastjóri hátíðarinnar.

Helgin verður svo að venju full af tónlist, gleði og viðburðum fyrir alla fjölskylduna skv. nánari upplýsingum á síðunni www.kotelettan.is. Tónlistarviðburðir verða við Hvíta húsið en ýmislegt tengt grillmenningu og kjöti í svonefndum Sigtúnsgarði, nærri miðbænum nýja á Selfossi.