Sunna Gunnlaugs og Marína Ósk halda tónleika í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á sunnudagskvöld, 13. júlí, kl. 20. Yfirskrift tónleikanna, „Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu“, vísar til titils á plötu sem kom út í fyrra og…

Sunna Gunnlaugs og Marína Ósk halda tónleika í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á sunnudagskvöld, 13. júlí, kl. 20. Yfirskrift tónleikanna, „Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu“, vísar til titils á plötu sem kom út í fyrra og hefur að geyma sjö lög eftir Sunnu við ljóð Jóns úr Vör. Var platan tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna og Marína var valin söngkona ársins í djassflokki. Miða á tónleikana má nálgast á vefnum sunnagunnlaugs.com.