Hólmsheiði Heilabilaðir fangar eru vistaðir í lokuðum fangelsum.
Hólmsheiði Heilabilaðir fangar eru vistaðir í lokuðum fangelsum. — Morgunblaðið/Eggert
Fangar sem afplána dóm sinn í lokuðum fangelsum landsins hafa verið fengnir til að aðstoða samfanga sína sem glíma við alvarleg veikindi og í einhverjum tilfellum fengið greitt fyrir. Nýlega hafa tveir einstaklingar setið inni í fangelsinu á Hólmsheiði sem glíma báðir við alvarlega heilabilun

Fangar sem afplána dóm sinn í lokuðum fangelsum landsins hafa verið fengnir til að aðstoða samfanga sína sem glíma við alvarleg veikindi og í einhverjum tilfellum fengið greitt fyrir.

Nýlega hafa tveir einstaklingar setið inni í fangelsinu á Hólmsheiði sem glíma báðir við alvarlega heilabilun. Þurfa þeir aðstoð við daglegar athafnir eins og að sjá um hreinlæti og elda mat.

Öryrkjabandalag Íslands og Afstaða, félag fanga, fóru nýlega í heimsókn í fangelsið á Hólmsheiði þar sem rætt var við starfsfólk og fanga auk þess sem aðstæður í fangelsinu voru skoðaðar sérstaklega.

Að mati lögfræðings Öryrkjabandalagsins var um að ræða einstaklinga sem mun fremur ættu heima í öðru þjónustuúrræði í ljósi veikinda þeirra. » 2