— AFP/Dimitar Dilkoff
Mannfjöldi safnaðist saman við skemmtistaðinn Moulin Rouge í París í vikunni til að sjá blöð vindmyllunnar ofan á byggingunni snúast að nýju. Dansarar dönsuðu cancan framan við húsið og flugeldum var skotið af þakinu

Mannfjöldi safnaðist saman við skemmtistaðinn Moulin Rouge í París í vikunni til að sjá blöð vindmyllunnar ofan á byggingunni snúast að nýju. Dansarar dönsuðu cancan framan við húsið og flugeldum var skotið af þakinu. Vindmyllan, helsta tákn staðarins, féll af byggingunni í apríl á síðasta ári. Setja átti upp nýja myllu fyrir Ólympíuleikana í París í fyrra en því var frestað þar til nú vegna tæknilegra örðugleika. Um 600 þúsund gestir koma árlega í Rauðu mylluna.