Olga Vocal Ensemble flytur glænýju efnisskrána „Fragments“ á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld kl. 20. „Sagan er áhrifarík og hugljúf en hún fylgir manni á leið hans í gegnum lífið,“ segir í tilkynningu
Olga Vocal Ensemble flytur glænýju efnisskrána „Fragments“ á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld kl. 20. „Sagan er áhrifarík og hugljúf en hún fylgir manni á leið hans í gegnum lífið,“ segir í tilkynningu. „Hver þáttur lýsir tilteknu æviskeiði og tónlistin endurspeglar stemninguna: þung og kúgandi, eintóna og örvæntingarfull, létt og björt.“ Olgu skipa Jonathan Ploeg, Matthew Smith, Arjan Lienaerts, Pétur Oddbergur Heimisson og Philp Barkhudarov.