— Morgunblaðið/Birta Margrét
Lifandi músík, ljúf stemning og útivist voru þræðir tónleikanna Lautarferðarinnar í Kópavogsdal í gær. Hugmyndin var að fólk nyti lifandi tóna og fengi sér snarl í góðra vina hópi. Þetta gekk allt upp og góður rómur var gerður að flutningi tónlistarkonunnar Marínu Óskar sem þarna kom fram

Lifandi músík, ljúf stemning og útivist voru þræðir tónleikanna Lautarferðarinnar í Kópavogsdal í gær. Hugmyndin var að fólk nyti lifandi tóna og fengi sér snarl í góðra vina hópi. Þetta gekk allt upp og góður rómur var gerður að flutningi tónlistarkonunnar Marínu Óskar sem þarna kom fram. Sápukúlublástur og myndasmíði var svo meðal þess sem fólkið í dalnum fann sér sem dund á þessari stund.