Heiða Björg Hilmisdóttir
Heiða Björg Hilmisdóttir
Veitingamenn lýsa seinlegum og erfiðum samskiptum við starfsfólk Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Háar fjárhæðir hafa tapast vegna tafa við leyfisveitingar. Einar Bárðarson framkvæmdastjóri Sveit, Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, var kvaddur á …

Veitingamenn lýsa seinlegum og erfiðum samskiptum við starfsfólk Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Háar fjárhæðir hafa tapast vegna tafa við leyfisveitingar.

Einar Bárðarson framkvæmdastjóri Sveit, Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, var kvaddur á fund framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir helgi eftir að Morgunblaðið greindi frá niðurstöðum skoðanakönnunar meðal félaga í Sveit. Sýndi könnunin mikla óánægju með þjónustu eftirlitsins og samskipti við starfsmenn þess. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri setti sig sömuleiðis í samband við Einar eftir að fréttin birtist og óskaði eftir fundi um málið. Munu þau funda í dag. » 14