Maður­ sem réðst á annan mann með hnífi á bíla­stæði við Mjódd á föstudagskvöld hef­ur verið úr­skurðaður í tæp­lega viku­langt gæslu­v­arðhald. Árásarmaðurinn er á þrítugsaldri. Karl­maður á fer­tugs­aldri er al­var­lega slasaður eft­ir árás­ina

Maður­ sem réðst á annan mann með hnífi á bíla­stæði við Mjódd á föstudagskvöld hef­ur verið úr­skurðaður í tæp­lega viku­langt gæslu­v­arðhald. Árásarmaðurinn er á þrítugsaldri. Karl­maður á fer­tugs­aldri er al­var­lega slasaður eft­ir árás­ina.

Fimm voru handteknir eftir að hleypt var af byssu á lúxushótelinu Svörtu Perlunni við Tryggvagötu í miðborg Reykjavíkur á föstudagskvöld. Mik­ill viðbúnaður var í Tryggvagötu vegna þessa. Lög­regla lokaði göt­unni og sást til sér­sveit­ar­manna sækja mann inn á ­hót­elið. Skýrslur voru teknar af mönnunum og þeim hefur verið sleppt úr haldi. Mennirnir eru Íslendingar. Elín Agnes Krist­ín­ar­dótt­ir aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn gat ekk­ert sagt til um í hvaða er­inda­gjörðum menn­irn­ir voru á hótelinu, né um hvers ­kon­ar skot­vopn var að ræða eða hvar þeir fengu það.

Fjór­tán öku­menn voru kærðir fyr­ir að aka und­ir áhrif­um áfeng­is og eða fíkni­efna frá því síðdegis á laugardegi og fram á sunnudagsmorgun. Í einu máli voru höfð af­skipti af öku­manni sem var ölvaður með barn í bíln­um. Barna­vernd gerði ráðstaf­an­ir með barnið og var ökumaður laus eft­ir blóðsýna­töku.