— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Góður gangur er nú í byggingu Fjallabaðanna í Þjórsárdal. Þarna verður baðstaður og 40 herbergja hótel; mannvirki sem eru byggð við fjallið Rauðukamba og eiga að falla inn í landslagið þar. Framkvæmdir sem Jáverk hefur með höndum fóru á fullt skrið nú í vor og á staðnum eru fjölmennir vinnuflokkar

Góður gangur er nú í byggingu Fjallabaðanna í Þjórsárdal. Þarna verður baðstaður og 40 herbergja hótel; mannvirki sem eru byggð við fjallið Rauðukamba og eiga að falla inn í landslagið þar. Framkvæmdir sem Jáverk hefur með höndum fóru á fullt skrið nú í vor og á staðnum eru fjölmennir vinnuflokkar. Þeirra vegna hafa verið reistar þær vinnubúðir sem sjást fremst á þessari mynd, en fjær útlínur og undirstaða þess sælureits sem Fjallaböðin koma til með að verða. Opnun þeirra er fyrirhuguð í maí 2028.

Þjórsárdalur er í það minnsta þriðji staðurinn þar sem nú er verið að koma upp baðlónum með þægindum. Hinir eru í Laugarási í Biskupstungum og í Reykjadal við Hveragerði. sbs@mbl.is