Ursula von der Leyen
Ursula von der Leyen
Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB), kemur til Íslands í vikunni og fund­ar með Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra og Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB), kemur til Íslands í vikunni og fund­ar með Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra og Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra. Heimsóknin stendur frá miðvikudegi til föstudags.

Í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu kem­ur fram að staða alþjóðamála, ör­ygg­is- og varn­ar­mál, viðskipta­mál, al­manna­varn­ir og lofts­lags­mál verði í brenni­depli og taki dag­skrá heim­sókn­ar­inn­ar mið af því.

Fund­ur von der Leyen með for­sæt­is­ráðherra og ut­an­ríkis­ráðherra fer fram á ör­ygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli, en hún hyggst sömu­leiðis kynna sér starf­semi al­manna­varna sem og áfallaþol á Íslandi í heim­sókn til Grinda­vík­ur, þar sem hún fer jafn­framt í skoðun­ar­ferð um varnargarðana í Svartsengi. Þá er heim­sókn í þjóðgarðinn á Þing­völl­um einnig á dag­skrá for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar ESB.