Bílastæðaöpp herja nú á landsbyggðina í sífellt meiri mæli og segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækin segi landeigendum í sölugögnum sínum að um „vannýtta auðlind“ sé að ræða
Bílastæðaöpp herja nú á landsbyggðina í sífellt meiri mæli og segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækin segi landeigendum í sölugögnum sínum að um „vannýtta auðlind“ sé að ræða.
„Til dæmis bjóða fyrirtækin landeigendum að setja upp myndavél sem tekur mynd um leið og bíll ekur inn á stæði. Þau bjóða landeigandanum að fá meirihluta stæðisgjaldsins í sinn hlut en appið fái í staðinn allar vangreiðslukröfur, sem geta verið allt að sjö þúsund krónur,“ segir Runólfur. » 12