— Gervihnattamynd/ESA
Hitamet voru slegin á fjölmörgum veðurstöðvum Veðurstofu Íslands í gær, sums staðar um allt að 8 gráður. Hiti mældist mestur í Hjarðarlandi í Biskupstungum þar sem hann náði 29,5 gráðum og er það jafnframt nýtt staðarmet

Hitamet voru slegin á fjölmörgum veðurstöðvum Veðurstofu Íslands í gær, sums staðar um allt að 8 gráður.

Hiti mældist mestur í Hjarðarlandi í Biskupstungum þar sem hann náði 29,5 gráðum og er það jafnframt nýtt staðarmet.

Litlu munaði að landshitametið frá árinu 1939 yrði slegið en það var sett á Teigarhorni í Berufirði þar sem hiti mældist 30,5 gráður.

Á fimm veðurstöðvum veðurstofunnar mældist hiti yfir 28 gráður, t.a.m. mældust 28,7 gráður á Bræðratunguvegi í gær.

Rekja má ástæður þessa hita til mikilla vinda úr austri frá Evrópu en þar hefur hitabylgja geisað síðustu vikur.