Skoski rithöfundurinn Ian Stephen lagði nýverið af stað til Íslands frá Skotlandi ásamt syni sínum og tveimur félögum á seglskútunni Silver Moon. Ferðin hófst í Stornoway á Suðureyjum og hefur gengið vonum framar
Skoski rithöfundurinn Ian Stephen lagði nýverið af stað til Íslands frá Skotlandi ásamt syni sínum og tveimur félögum á seglskútunni Silver Moon. Ferðin hófst í Stornoway á Suðureyjum og hefur gengið vonum framar. Veðrið hefur verið með besta móti alla ferðina. Nú eru þeir feðgar staddir á Húsavík þar sem ættingjar þeirra búa og var það aðaláfangastaður ferðarinnar. Ef veðurskilyrði leyfa stefna þeir á að sigla hringinn í kringum landið og heimsækja meðal annars Vestfirði og Vestmannaeyjar. » 11