Strandveiðar Strandveiðimenn eru bjartsýnir á að geta haldið veiðum áfram út ágúst að því gefnu að ráðherra nýti heimild til að auka kvótann.
Strandveiðar Strandveiðimenn eru bjartsýnir á að geta haldið veiðum áfram út ágúst að því gefnu að ráðherra nýti heimild til að auka kvótann. — Morgunblaðið/Hafþór
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Búið er að veiða um 93% af þorskheimild strandveiða samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Einungis eru um 800 tonn eftir af útgefnum heildarafla, að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda

Signý Pála Pálsdóttir

signyp@mbl.is

Búið er að veiða um 93% af þorskheimild strandveiða samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Einungis eru um 800 tonn eftir af útgefnum heildarafla, að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda.

Örn reiknar með því að veiðin verði góð næstu daga og að strandveiðarnar muni standa yfir í allt sumar og í raun ekki ljúka fyrr en 31. ágúst. Til að það gangi upp þarf að bæta við veiðiheimild þorsksins til þess að ákvæði strandveiðilaga um að Fiskistofu sé skylt að stöðva veiðar verði ekki virkjað.

Frumvarp um strandveiðar sem lá fyrir í þinginu gekk meðal annars út á það að afnema þetta ákvæði um skyldur Fiskistofu. „Þar sem frumvarpið liggur ekki lengur fyrir þá sé ég ekki aðra leið en að bæta við veiðiheimild í þorski til þess að ákvæðið virkist ekki,“ segir Örn.

Hann segir forsvarsmenn Landssambands smábátaeigenda ósátta við örlög strandveiðifrumvarpsins en þeir séu þó bjartsýnir á að hægt verði að tryggja þessa 48 daga fyrir veiðar í sumar eins og talað hefur verið um.

Strandveiðar

Í lok síðustu viku voru 37 dagar af strandveiðum liðnir

15 dagar í maí og 15 í júní

Í maí og júní veiddust 4.000 tonn af þorski í hvorum mánuði

Í júlí hafa því tæp 2.000 tonn veiðst

Von er meðal strandveiðimanna að bætt verði við strandveiðikvótann

Búið er að veiða um 93% af kvóta og Fiskistofa gæti sett stopp innan skamms tíma

Höf.: Signý Pála Pálsdóttir