ÍA og ÍBV unnu bæði 1:0-heimasigra í 15. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í gær og styrktu stöðu sína í fallbaráttunni í leiðinni. ÍA fór úr botnsætinu með sigri á KR, þar sem varamaðurinn Ísak Máni Guðjónsson var hetjan

ÍA og ÍBV unnu bæði 1:0-heimasigra í 15. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í gær og styrktu stöðu sína í fallbaráttunni í leiðinni. ÍA fór úr botnsætinu með sigri á KR, þar sem varamaðurinn Ísak Máni Guðjónsson var hetjan. ÍBV vann Stjörnuna með sömu markatölu og þar var það fyrirliðinn Alex Freyr Hilmarsson sem skoraði sigurmarkið. ÍBV er nú þremur stigum fyrir ofan fallsæti. » 22