Pål Jonson
Pål Jonson
Stjórnvöld í Svíþjóð íhuga nú að kalla fyrrverandi hermenn, allt upp undir sjötugt, inn til þjónustu í herinn til að tryggja að innviðir sænska hersins séu reiðubúnir ef til átaka kemur. Tillagan er ein af nokkrum sem lagðar eru til í nýrri úttekt…

Stjórnvöld í Svíþjóð íhuga nú að kalla fyrrverandi hermenn, allt upp undir sjötugt, inn til þjónustu í herinn til að tryggja að innviðir sænska hersins séu reiðubúnir ef til átaka kemur.

Tillagan er ein af nokkrum sem lagðar eru til í nýrri úttekt sem stjórnvöld ákváðu að gera í fyrra, sama ár og Svíþjóð gekk í Atlantshafsbandalagið. Í úttekktinni var skoðað hvernig mætti tryggja nægan mannafla í sænska hernum ef til átaka kæmi. Tillagan sem um ræðir felur í sér að hækka aldurshámarkið úr 47 ára í 70 ára.

Varnarmálaráðherra Svíþjóðar, Pål Jonson, kynnti tillögurnar í gær og sagði Svíþjóð nú vera að fjárfesta í mikilvægum hernaðarinnviðum. Tillögurnar verða nú senda til umsagnar í þeirri von að hægt verði að leggja frumvarp fyrir þingið snemma á næsta ári.