Evrópusambandið Ursula von der Leyen er væntanleg til landsins í dag.
Evrópusambandið Ursula von der Leyen er væntanleg til landsins í dag.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), mætir til landsins í dag og dvelur hérlendis fram á föstudag. Hún mun funda með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), mætir til landsins í dag og dvelur hérlendis fram á föstudag. Hún mun funda með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.

Fundur fer fram á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en von der Leyen hyggst kynna sér starfsemi almannavarna sem og áfallaþol á Íslandi í heimsókn til Grindavíkur, þar sem hún fer jafnframt í skoðunarferð um varnargarðana í Svartsengi. Einnig mun von der Leyen heimsækja þjóðgarðinn á Þingvöllum.

„Þessi vinnuheimsókn er til marks um aukið samstarf Íslands og Evrópusambandsins á vettvangi öryggismála og er liður í stefnu ríkisstjórnarinnar um að skerpa sýn helstu bandamanna okkar á viðvarandi öryggisáskoranir á norðurslóðum og í Norður-Atlantshafi,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur í tilkynningu stjórnarráðsins.