Framkvæmdir Vinna hefur staðið yfir á Korputúni frá því snemma í vor, en svæðið er í landi Blikastaða sem sjá má ofarlega fyrir miðri mynd.
Framkvæmdir Vinna hefur staðið yfir á Korputúni frá því snemma í vor, en svæðið er í landi Blikastaða sem sjá má ofarlega fyrir miðri mynd. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framkvæmdir á Korputúni við Vesturlandsveg eru í fullum gangi, en svæðið er í landi Mosfellsbæjar, á sveitarfélagamörkum við Reykjavík. Þegar það verður fullbyggt, sem áætlað er að verði eftir 10 ár, verður það á stærð við Skeifuna í Reykjavík

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Framkvæmdir á Korputúni við Vesturlandsveg eru í fullum gangi, en svæðið er í landi Mosfellsbæjar, á sveitarfélagamörkum við Reykjavík. Þegar það verður fullbyggt, sem áætlað er að verði eftir 10 ár, verður það á stærð við Skeifuna í Reykjavík. Rúmlega fimmtungi landsvæðisins hefur þegar verið ráðstafað, en þar verður byggt atvinnuhúsnæði. Svæðið er þróað af Reitum.

Samið hefur verið við Reiti og Iceland, sem er móðurfélag Jysk, um byggingar á svæðinu. Byggingin sem Iceland mun reisa verður ríflega 17 þúsund fermetrar að flatarmáli, en á lóðunum hyggst félagið byggja nýjar höfuðstöðvar, ásamt vöruhúsi og verslun fyrir Jysk. Þar er og gert ráð fyrir plássi fyrir aðrar verslanir, auk skrifstofu- og þjónusturýmis. Byggingar Reita verða nokkru minni. Þar á m.a. að verða verslunarkjarni þar sem Bónus áformar matvöruverslun, en í kjarnanum verður einnig veitinga- og verslunarrými.

Höf.: Ólafur E. Jóhannsson