Horft yfir rústir bygginga á Gasasvæðinu við sólarlag í gærkvöldi.
Óbeinar viðræður um vopnahlé á milli Ísraels og Hamas-samtakanna eru enn á byrjunarstigi eftir rúmlega vikulangar viðræður. Sáttasemjarar vinna hörðum höndum að því að brúa bilið milli stríðandi fylkinga, og segir talsmaður utanríkisráðuneytis Katar að aukinn kraftur hafi verið færður í þá vinnu. Hann segir jafnframt mikla óvissu ríkja um hvort samkomulag náist. Fylkingarnar tvær hafa skellt skuldinni hvor á aðra fyrir að standa í vegi fyrir að samningar náist.
Forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, hefur kvaðst reiðubúinn að hefja viðræður um varanlegra vopnahlé þegar samkomulag um tímabundið vopnahlé næst, með því skilyrði að Hamas leggi niður vopn sín.