— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þrátt fyrir sumarlokanir í leik- og grunnskólum borgarinnar má víða sjá börn að leik um höfuðborgina. Börnin finna sér ýmis verkefni til að stytta sér stundir, á borð við að flétta hár leiðbeinenda sinna á sumarnámskeiðum, eins og sjá má

Þrátt fyrir sumarlokanir í leik- og grunnskólum borgarinnar má víða sjá börn að leik um höfuðborgina. Börnin finna sér ýmis verkefni til að stytta sér stundir, á borð við að flétta hár leiðbeinenda sinna á sumarnámskeiðum, eins og sjá má. Veðurblíða hefur leikið við landsmenn undanfarna daga og má búast við áframhaldandi blíðviðri á ­Norðaustur-­­ og Austurlandi í dag þar sem verður léttskýjað og hiti á bilinu 18-26 stig. Sunnan- og vestanlands verður skýjað og smá skúrir eða súld með köflum.