Landhelgisgæslan fær alls 60 milljónir króna í björgunarlaun fyrir að koma Dettifossi, flutningaskipi Eimskips, til aðstoðar þegar skipið varð vélarvana á milli Íslands og Grænlands um miðja síðustu viku

Landhelgisgæslan fær alls 60 milljónir króna í björgunarlaun fyrir að koma Dettifossi, flutningaskipi Eimskips, til aðstoðar þegar skipið varð vélarvana á milli Íslands og Grænlands um miðja síðustu viku.

Það var varðskipið Freyja sem sigldi á vettvang og tók Dettifoss í tog og komu skipin til hafnar í Reykjavík þremur og hálfum sólarhring síðar. Allt gekk að óskum við dráttinn og segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, að gott hafi verið í sjóinn og allt gengið að óskum.

Fjárhæð björgunarlauna tekur mið af nokkrum þáttum, þ. á m. eldsneytiseyðslu dráttarskipsins, lengd dráttar o.fl. » 2