
Að minnsta kosti 20 létust í troðningi við matarúthlutunarstöð á Gasa sem rekin er af bandarísku mannréttindasamtökunum GHF. Verðir GHF notuðu táragas eða piparúða á hungraðan mannfjöldann, að sögn palestínskra heilbrigðisyfirvalda og vitna. 15 manns létust vegna köfnunar af völdum táragassins en aðrir vegna troðnings.
GHF er nýsköpunarfyrirtæki án reynslu af matardreifingu á átakasvæðum en samtökin segjast ekki bera ábyrgð á dauðsföllunum. Talsmaður GHF sagðist hafa séð fólk með vopn í mannfjöldanum og því verið ákveðið að beita táragasi. Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta tilkynnti á þriðjudag að hún myndi gefa 30 milljónir bandaríkjadala eða þrjá milljarða íslenskra króna til samtakanna, sem ynnu að hans sögn mikilvægt starf á átakasvæði.