— AFP/​Eyad Baba

Að minnsta kosti 20 lét­ust í troðningi við matar­út­hlut­un­ar­stöð á Gasa sem rek­in er af banda­rísku mann­rétt­inda­sam­tök­un­um GHF. Verðir GHF notuðu tára­gas eða piparúða á hungraðan mann­fjöld­ann, að sögn palestínskra heil­brigðis­yf­ir­valda og vitna. 15 manns lét­ust vegna köfn­un­ar af völd­um tára­gass­ins en aðrir vegna troðnings.

GHF er ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki án reynslu af mat­ar­dreif­ingu á átaka­svæðum en sam­tök­in segj­ast ekki bera ábyrgð á dauðsföll­un­um. Talsmaður GHF sagðist hafa séð fólk með vopn í mann­fjöld­an­um og því verið ákveðið að beita tára­gasi. Rík­is­stjórn Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta til­kynnti á þriðju­dag að hún myndi gefa 30 millj­ón­ir banda­ríkja­dala eða þrjá millj­arða ís­lenskra króna til sam­tak­anna, sem ynnu að hans sögn mik­il­vægt starf á átaka­svæði.